Skúffan er auðveld upplýsingagátt fyrir einyrkja og smærri fyrirtæki til að koma sínum reikningum á rafrænt form og senda á þá sem taka á móti rafrænum reikningum.
Öryggi í forgrunni Með því að stunda rafræn viðskipti í gegnum Skeytamiðlun Advania er búið að tryggja öryggi og auka hagræði við meðhöndlun gagna.
Einfalt í notkun Skeytamiðlun getur tengst öllum bókhaldskerfum. Í stað þess að senda reikninga á pappír þá getur Skeytamiðlun sent reikningana beint í bókhaldskerfi móttakanda.
Rafræn viðskipti Með Skeytamiðlun má senda og taka á móti rafrænum reikningum frá birgjum og viðskiptavinum á Íslandi, í Evrópu og víðar um heim.
Skúffan gerir þér kleift að senda reikninga rafrænt á fyrirtæki/stofnanir sem taka á móti rafrænum reikningum. Skúffan er áskriftarþjónusta sem þarf að segja upp þegar á að hætta að nýta sér þjónustuna.
Við fyrstu innskráningu, skráir notandi sínar upplýsingar ásamt kortaupplýsingum þar sem áskriftargjaldið verður innheimt mánaðarlega.
Til að segja upp áskrift að Skúffunni er hægt að senda tölvupóst á uppsogn@advania.is með þinni kennitölu og texta um að verið sé að segja upp áskrift á skuffan.is
Rafræn innskráning
Prókúruhafar geta veitt einstaklingum umboð til að sýsla með málefni lögaðila inni á Skúffan.is hjá Advania Ísland ehf.
Leiðbeiningar fyrir að gefa umboð fyrir skúffan.isFyrirtæki og stofnanir geta með einföldum hætti tekið upp pappírslaus viðskipti. Advania býður upp á heildarlausnir fyrir fyrirtæki, jafnt stór sem smá. Tilkostnaður við að taka upp pappírslaus viðskipti er lítill en hagræðingin mikil.
Hér eru svör við algengum spurningum um skuffan.is
Mánaðargjald er greitt fyrirfram og er einungis hægt að nota kreditkort sem greiðslumáta. Ef notkun fer yfir 30 reikninga kostar hver viðbótarreikningur 32 kr án vsk. en slík notkun er innheimt eftirá í næsta mánuði, sama er með einskiptis geymslugjaldið.
Þar sem reikningar eru geymdir í 7 ár þá er innheimt einskiptis geymslugjald sem nemur 15 kr fyrir hver byrjuð 50KB. Þetta gjald er innheimt þegar reikningur er stærri en 50KB.