Rafræn viðskipti

Skeytamiðlun Advania er margþætt þjónusta fyrir millistór og stærri fyrirtæki. Með Skeytamiðlun má senda og taka á móti rafrænum reikningum frá birgjum og viðskiptavinum á Íslandi, í Evrópu og víðar um heim. Skeytamiðlun getur tengst öllum bókhaldskerfum. Í stað þess að senda reikninga á pappír þá getur Skeytamiðlun sent reikningana beint í bókhaldskerfi móttakanda. Það sparar tíma, pappír, sendingakostnað og vinnu við að skrá upplýsingar sem stuðlar að því að greiðslur berist fyrr. 

Viðskiptin verða öruggari og ferlarnir einfaldari.