Persónuverndarstefna [Skúffan]


Advania Ísland ehf. („Advania“) leggur mikið upp úr því að tryggja öryggi persónuupplýsinga einstaklinga og farið er með allar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga er fjallað í persónuverndarstefnu Advania, sjá nánar hér: www.advania.is/personuvernd. Með persónuverndarstefnu Skúffunar er nánar útskýrt hvernig unnið er með persónuupplýsingar þínar í tengslum við þjónustu Skúffunar. Þá er einnig fjallað um hvar þú sem notandi getur nálgast þessi gögn og stjórnað aðgengi að þeim þar sem það á við.

Advania vinnur stöðugt að persónuverndarmálum og því gætum við uppfært þessa stefnu. Þú finnur nýjustu útgáfuna á þessari síðu. Þessi stefna var síðast uppfærð í 06-03-2024.

 

1. Hvenær og hvers vegna söfnum við persónuupplýsingum um þig?

Til þess að geta notað Skúffuna þarf að stofna aðgang með rafrænum skilríkjum þar sem upplýsingar um nafn, heimilisfang og kennitölu er sótt úr þjóðskrá. Tilgreina þarf bankaupplýsingar og netfang en valkvætt er að skrá inn símanúmer og breyta heimilisfangi notanda.

Hægt er að skrifa inn texta í textasvæði og það er á ábyrgð sendanda að setja ekki inn óþarfa persónugreinarleg gögn þar inn. Framleiðandi kerfisins ber ekki ábyrgð á þeim upplýsingum sem notandi setur þar inn.

NotendaupplýsingarNafn, Kennitala, Netfang, Heimilisfang, Símanúmer
Útsending reikningaNotendur Skúffunar geta leitað að kennitölum eða nafni væntanlegra kaupenda/móttakanda rafrænna reikninga í fyrirtækjalista Skeytamiðlunar Advania.
Viðkvæmar persónuupplýsingarEngar.

 

1.1 Gögn sem eru sjálfvirkt unnin og vistuð

KerfisgögnTæknilegar upplýsingar um tölvuna þína eða snjalltæki, ss. IP vistfang, tegund búnaðar, stýrikerfisupplýsingar, vafra gerð, vafra tungumál og önnur kerfisgögn.

Við söfnum upplýsingum um hvernig þú notar þjónustuna, aðallega með vefkökum. Mögulega söfnum við upplýsingum um IP tölur, tegund vafra, tækis, stýrikerfis sem þú notar eða aðgerðir sem þú framkvæmir við notkun þjónustunnar. Við notum þessar upplýsingar til að bæta þjónustu okkar við þig, þróa nýjar vörur, eiginleika og virkni sem og að tryggja öryggi þitt.

 

2. Vefkökur

Vefkökur eru litlar skrár sem vefsíða skuffan.is sendir á þína tölvu til að auðkenna þig og vista gögn fyrir vafrann á þinni tölvu.

Skúffan notar eftirfarandi vefkökur:

  • ASP.NET_Sessionid er vefkaka sem geymir upplýsingar um núverandi tengilotu þína við Signet sem flýtir fyrir vinnslu og gætir öryggis. Þetta er lokutaka
  • sessionPersist er vefkaka sem geymir upplýsingar um núverandi tengilotu þína við Signet sem flýtir fyrir vinnslu og gætir öryggis. Þetta er lokutaka

Þú getur stillt vafrann þinn til að láta þig vita ef að Skúffan.is er að vista vefkökur á þinni tölvu, takmarkað virkni þeirra eða lokað á vefkökur alfarið. Ef þú lokar á vefkökur alfarið getur verið að hlutar Skúffunar virki með öðrum hætti eða að virkni verði takmörkuð.

 

3. Til hvers eru gögnin nýtt

Seljanda er nauðsynlegt að vinna þær upplýsingar sem finna má í rafrænum til að gegna hlutverki sínu sem rekstraraðili kerfisins. Þessar upplýsingar eru einkum notaðar til að tryggja rekjanleika færslna og við aðra eðlilega starfsemi tengda Skeytamiðlun.

Auk þess er seljanda eðli máls samkvæmt heimilt að miðla upplýsingum í rafrænum skeytum til viðtakenda skeytanna og til vinnsluaðila, svo sem aðila sem gert hafa þjónustusamninga við kaupanda eða seljanda; annarra aðila sem nauðsynlegt er að fái viðkomandi upplýsingar svo kaupandi fái notið þjónustu Skeytamiðlunar; auk aðila sem seljanda er á hverjum tíma skylt að veita upplýsingar á grundvelli laga, dómsúrskurðar eða ákvörðunar þar til bærra yfirvalda.

 

4. Hverjir fá aðgang að þínum gögnum í gegnum Skúffuna??

Við vinnslu upplýsinga í Skeytamiðlun, þar á meðal persónuupplýsinga, er aðgangur takmarkaður við þá starfsmenn seljanda sem hann þurfa starfs síns vegna.

 

5. Geymslutími gagna

Persónuupplýsingar eru einungis varðveittar á meðan á varðveislutíma viðkomandi rafræns skeytis stendur, eins lengi og lög mæla fyrir um eða svo lengi sem málefnaleg ástæða er til.

 

6. Öryggi

Ýtrasta öryggis er gætt við alla hönnun og rekstur Skúffunar.

Bæði rekstur og hugbúnaðargerð Skúffunar eru vottuð samkvæmt staðlinum ISO/IEC 27001 um stjórnun upplýsingaöryggis.

Advania skal uppfylla þær kröfur sem gerðar eru af FUT-tækninefnd um flutning rafrænna skeyta og í gildi eru á hverjum tíma.

Advania skuldbindur sig til að tryggja að öðru leyti eftir fremsta megni öryggi þeirra gagna sem vistuð eru í miðlægum gagnagrunni Skeytamiðlunar hverju sinni, þ.e. leynd þeirra, heilleika og aðgengi að þeim. Advania ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af saknæmri háttsemi þriðja aðila, svo sem vegna aðgerða slíks aðila til að öðlast og nýta óheimilan aðgang að kerfinu.

Innskráning í kerfið er með rafrænum skilríkjum

Öll samskipti eru dulkóðuð og öll gögn eru hýst á Íslandi.

 

7. Þín réttindi

Þú hefur rétt á því að fá upplýsingar frá okkur um það hvernig persónuupplýsingar þínar eru nýttar af okkur og hvaða upplýsingar við höfum um þig. Þú hefur einnig rétt á því að uppfæra upplýsingar um þig þannig að þær séu réttar, óska eftir leiðréttingum eða að upplýsingum um þig sé eytt, enda sé ekki lengur ástæða til þess að við geymum þær. Nánar um réttindi þín má lesa í 15. – 21. gr. persónuverndarreglugerðarinnar.

Til að sjá hvaða persónuupplýsingar eru vistaðar um þig í Skúffunni, smellir þú á „Stillingar“ í fyrirsagnalínunni. Þar sérðu yfirlit yfir þær persónuupplýsingar sem eru vistaðar um þig í Skúffunni. Þú getur breytt eða eytt upplýsingum um netfang og símanúmer, heimilisfang, Vsknr. og bankaupplýsingum. Viljir þú láta eyða áskriftinni þinni getur þú sent beiðni um það á netfangið uppsogn@advania.is

Ef smellt er á “Yfirlit ” í Skúffunni getur þú séð yfirlit yfir þá reikninga sem þú hefur sent í gegnum Skúffuna, ekki er hægt að eyða reikningum úr þessu yfirliti.

Vakni upp spurningar eða athugasemdir í tengslum við persónuverndarstefnu þessa eða vinnslu okkar, eða ef þú vilt kvarta yfir mögulegu broti á persónuverndarlögum skaltu hafa samband við okkur með því að hringja í síma 4409000 eða senda okkur tölvupóst á netfangið skuffan@advania.is eða personuvernd@advania.is . Fyrirspurninni verður svarað svo fljótt sem auðið er.

Þú hefur einnig alltaf rétt á því að beina kvörtun þinni til Persónuverndar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

 

8. Mun þessi persónuverndarstefna breytast?

Advania áskilur sér rétt til þess að breyta og uppfæra persónuverndarstefnu þessa, t.d. vegna breytinga á lögum og reglum eða opinberum kröfum gagnvart okkur og meðhöndlun persónuupplýsinga. Við hvetjum þig því til þess að fylgjast reglulega með uppfærslum, en þær birtum við á vefsíðu okkar www.skuffan.is.